Skilmálar - SIF SKARTGRIPIR

Upplýsingar um seljanda

Seljandi er Sif Skartgripir.

Verð á vöru og sendingakostnaður

Sif Skargripir áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Öll verð í vefverslun eru gefin upp með virðisaukaskatti. Sif Skargripir áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og að hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun eða ef hætt er að bjóða upp á vörutegundina/vörutegundirnar.

Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager höfum við samband og tilkynnum um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslands póst og gilda þeirra afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar um afhendingu vörunnar. Vara telst afhent þegar hún hefur verið afhent póstinum. Sif Skargripir ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Sif skartgripum til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Sif Skargripir sendir frítt innanlands. Fyrir erlendar sendingar bætist við gjald samkvæmt gjaldskrá Íslandspósts.

Einnig er hægt að nálgast vöruna á vinnustofu Sif skartgripa, og eins ef  annar afhendingarmáti er  óskaður, þá er velkomið að hafa samband

Greiðsla

Hægt er að greiða fyrir vörur í vefversluninni með eftirfarandi hætti:

Millifærsla. Þegar gengið er frá pöntun er hægt að velja það að millifæra. Millifærsla þarf að berast innan við 24 tíma frá pöntun.

Reikningsnúmer: 0515-26-700669 kennitala: 200669-4289.

Með VISA eða MASTERCARD greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor. Tekið er við kreditkortum og debetkortum.

Aur appið. Greiðsluna skal senda á númer 6998224. Greiðsla skal berast innan 24 tíma frá pöntun.

Skila- og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með og fær viðkomandi inneignarnótu hjá Sif. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við okkur með spurningar.

Gölluð vara

Komi upp galli í vöru er viðskiptavinum boðið að varan verði lagfærð, ef það er ekki mögulegt er ný vara fengin í staðinn. Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup, laga um neytendasamninga, laga um samningsgerð, laga um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu og laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Persónuupplýsingar

Við leggjum áherslu á öryggi persónuupplýsinga viðskiptavina okkar og förum með slíkar upplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga. Við söfnum eingöngu upplýsingum um viðskiptavini okkar til þess að geta veitt þá þjónustu sem beðið er um.

Um söfnun persónuupplýsinga:

Við söfnum og vinnum með persónuupplýsingar til að:

 • Halda utan um og vinna með pantanir og vörukaup
 • Auðkenna viðskiptavini
 • Geta afhent keypta vöru, tilkynnt um stöðu pöntunar og til að geta haft samband við viðskiptavini okkar vegna spurninga eða upplýsinga um afhendingu
 • Geta staðfest heimilisfang viðskiptavinar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar
 • Geta aðstoðað viðskiptivini við vöruskil og/eða kvartanir
 • Hafa umsjón með aðgangi viðskiptavina að vefmiðlum okkar
 • Hafa yfirlit með vörukaupum
 • Hafa yfirlit um vöru- og greiðslusögu viðskiptavina
 • Markaðssetja vörur með tölvupóstum, áminningum um gleymdar/geymdar innkaupakörfur og samfélagsmiðlum
 • Eiga samskipti við viðskiptavini okkar í gegnum síma, tölvupóst eða aðra rafræna miðla
 • Geta rannsakað kvartanir
 • Uppfylla lagalegar skyldur á borð við öryggisskuldbindingar vegna vöru. Þurfi að innkalla vöru eða upplýsa viðskiptavini um öryggi vöru gætum við þurft að láta af hendi upplýsingar eða samskipti til almennings og/eða viðskiptavina.
 • Bæta þjónustu og vöruframboð okkar og auka öryggi fyrir viðskiptavini
 • Koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar og koma í veg fyrir glæpi gegn fyrirtækinu
 • Koma í veg fyrir ruslpóst og allar óleyfilegar aðgerðir
 • Einfalda notkun á þjónustu með því að geyma upplýsingar um viðskiptavini, greiðsluleiðir, sendingarmáta og þess háttar

Við söfnum og vinnum með eftirfarandi upplýsingar:

 • Nafn
 • Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
 • Greiðsluupplýsingar (s.s. upplýsingar um færslur, dagsetningu færslna)
 • Greiðslusaga
 • Pöntunarsaga, s.s. hvaða vara var keypt og hvert hún var send
 • Upplýsingar um vörukaup
 • Bréf, tölvupóstar, símaskilaboð eða aðrar upplýsingar veittar vegna athugasemdar/kvörtunar.
 • Upplýsingar um kaupdag, staðsetningu vörukaupa eða vörugalla/kvartanir.

Um upplýsingar til þriðja aðila

Í einhverjum tilfellum gætu persónugreinanleg gögn verið færð til samstarfsaðila okkar t.d. þegar kemur að markaðssetningu (prentun, dreifing o.fl.), flutningi, dreifingu, tækniþjónustu og greiðsluleiðum. Gögn sem eru persónugreinanleg eiga alltaf að vera meðhöndluð af þriðja aðila í samræmi við lög og tilgang okkar við gagnasöfnun.

Við gætum einnig þurft að veita stjórnvöldum t.d. lögreglu eða skattayfirvöldum aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum. Að auki gætum við þurft að veita bönkum, korta- og greiðsluleiðafyrirtækjum og flutningsfyrirtækjum aðgang að gögnum sem hægt er að persónugreina. Í slíkum tilvikum eiga þeir aðilar sem fá hjá okkur persónugreinanleg gögn að vinna gögnin í samræmi við lög og reglur um vinnslu persónuupplýsinga.

Bókhaldsgögn

Bókhaldsgögn okkar eru vistuð í samræmi við öryggiskröfur persónuverndarlaganna og laga um bókhald. Geymsla og vistun slíkra upplýsinga miðast við lög þess efnis.

Fyrirvari

Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu? Sendu okkur póst á sif@skartgripir.is